Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Skemmtilegur vinskapur

Fimmti bekkur í Glerárskóla á vinabekk í Hrafnagilsskóla. Þangað fóru krakkarnir á dögunum til að heilsa upp á vini sína, vera með þeim í skólanum einn dag og kynnast skólanum og lífi þeirra.

Heimsóknin gekk afar vel og vinaböndin voru styrkt. Þegar sól hækkar á lofti er von á krökkunum í Hrafnagilsskóla í heimsókn til vina sinna í Glerárskóla. Þá verða tengsl þessara nemenda efld enn frekar og þeim gefið tækifæri til að læra hvert af öðru.