Skemmtilegur dagur í Hlíðarfjalli
Það mátti lesa gleði og spennu út úr hverju aldliti í morgun þegar nemendur og starfsfólk Glerárskóla mættu til þess að eiga skemmtilegan dag í Hlíðarfjalli.
Muggan hafði engin áhrif á krakkana sem fylktu sér upp þar til röðin kom að þeim að stíga upp í rúturnar sem biðu á bílaplaninu. Upp í fjalli tók ævintýralegt umhverfið á móti okkur, sveipað dálítilli dulúð í snjókomunni. Á svipstundu dreifðu krakkarnir sér um svæðið, renndu sér og á skíðum, brettum, sleðum og þotum. Margir kútveltust en stóðu óðara upp og oftast skellihlæjandi.
Já, þetta var góður dagur!
Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í hríðinni í morgun.