Vá, það var gaman í skólanum í dag. Ansi margir voru í búningum, bæði nemendur og starfsfólk.
Í tilefni hrekkjavökunnar stóð nemendaráð Glerárskóla fyrir búningadegi og kennarar á miðstigi buðu upp á stöðvarvinnu í síðustu tveimur tímum dagsins þar sem boðið var upp á margvísleg skemmtileg verkefni krakkarnir kunnu að meta.



