Dagarnir í Glerárskóla eru ansi fjölbreyttir, ekki síst á aðventunni. Í morgun fór fram sundmót miðstigsins, en þar er keppt um Halldórsbikarinn eftirsótta. Spennan í sundhöllinni okkar var gífurleg, bæði meðal keppenda og áhorfenda sem fögnuðu sigurvegurunum í lokinn, liði 7. bekkjar.
Sjötti bekkur kann að hafa það kósí. Í gær settu þau upp kakóbar og nutu lífsins lystisemda. Á meðan hélt fjórði bekkur upp á að hafa lokið ART, uppeldisfræðilegu þjálfunarmódeli sem kennir leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga og hegðunarvanda. Þau kláruðu prógrammið í gær og enduðu á sykurpúðaáskorun sem snýst um að byggja turn úr sykurpúða, spaghettí, límbandi og bandi. Hæsti turninn mældist 104 sm og hann var næstum því alveg þráðbeinn.
Hér má sjá myndir frá þessum viðburðum.