Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sjáumst í myrkrinu

Nú er kominn nóvember, dagurinn er töluvert styttri en þegar skólinn hófst í haust og nú er myrkur þegar við förum í skólann.

Tíðin hefur verið góð í haust og fjöldi nemenda kemur á hjólum eða hlaupahjólum í skólann. Við höfum því miður tekið eftir því að of margir nemendur eru á ljóslausum hjólum og skjótast því um eins og dökkir skuggar í myrkrinu á leið sinni í skólann. Það skapar verulega hættu í umferðinni.

Forráðamenn nemenda eru því hvattir til að fara yfir reiðhjól og hlaupahjól barna sinna, sjá til þess að ljósabúnaður sé í lagi og að börnin noti endurskinsmerki, bæði þau sem hjóla og hin sem ganga.

Það er nauðsynlegt að sjást í myrkrinu!