Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Símalaus skóli

Talsverðar áskoranir hafa að undanförnu tengst símanotkun nemenda í grunnskólum bæjarins og mikil vitundarvakning hefur orðið hvað varðar notkun snjalltækja. Á vegum fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar var efnt til  víðtæks samráðs um samræmdar símareglur í grunnskólum bæjarins. Niðurstaðan er símafrí í grunnskólunum sem tekur gildi í ágúst þegar skólinn hefst að loknu sumarleyfi. Sjá nánar upplýsingahnapp hér til vinstri.

Gerður hefur verið sáttmáli sem ætlað er að skapa góðan vinnufrið í skólum, stuðla að bættri einbeitingu, auknum félagslegum samskiptum og vellíðan nemenda og starfsfólks skóla. Sáttmálinn sem verður birtur á veggspjöldum sem hengd verða upp í skólunum. Þar segir:

  • Símafrí í grunnskólum Akureyrarbæjar tekur gildi í ágúst 2024.
  • Símafrí þýðir að símar eða önnur snjalltæki eru ekki leyfð á skólatíma, hvorki í skólanum eða á skólalóð. Leiðin milli skóla og íþróttamannvirkja telst til skólalóðar.
  • Allir nemendur eru hvattir til að skilja símana eftir heima.
    • Ef nemendur koma með síma í skólann
      • eiga nemendur ekki að hafa símann á sér, en nemendur í 8. – 10. bekk geta geymt símana í læstum skápum í skólanum og yngri nemendur eiga að geyma símana í skólatösku. Símar skulu ekki geymdir í fatnaði nemenda eða á borðum.
      • er síminn á ábyrgð nemenda og/eða forráðamanna.
      • eiga nemendur að hafa símann þannig stilltan að hann gefi ekki frá sér hljóð eða víbring (nota flugstillingu).
    • Á föstudögum er nemendum á unglingastigi heimilt að nota síma í frímínútum á skilgreindum svæðum sem ákvörðuð verða í hverjum skóla.
    • Símar og önnur snjalltæki eru ávallt á ábyrgð eigenda sinna.
    • Símasáttmálinn nær einnig til annarra snjalltækja, t.d. snjallúra, að því gefnu að þau trufli eða geti truflað kennslu og einbeitingu.
    • Sé reglum um símafrí ekki fylgt eftir fær nemandi áminningu/samtal við kennara og tækifæri til að setja símann á viðeigandi stað. Við endurtekið brot er nemanda boðið að velja á milli þess að
      1. afhenda símann sem verður geymdur á skrifstofu skólastjórnanda til loka skóladags nemanda.
      2. fara á skrifstofu skólastjórnanda og bíða þar uns foreldri hefur komið í skólann til að ljúka afgreiðslu málsins.

Við ítrekuð brot á símafríi er boðað til fundar með nemanda og foreldrum og skráning gerð í Mentor.

 

Samhliða innleiðingu símasáttmála verður gengið út frá því að starfsfólk skólanna sýni fyrirmynd og noti ekki síma á svæðum nemenda nema með einstökum undantekningum og þá vegna starfsins.