Síðastliðið vor unnu þeir Adam Ingi Viðarsson og Jón Páll Norðfjörð, myndbandasamkeppnina Siljuna með glæsilegu myndbandi sem þeir gerðu um Brosbókinni eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og færði það þeim verðlaunafé í eigin vasa og bókasafni Glerárskóla 100.000 kr. bókaúttekt frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Síðastliðinn föstudag (21. nóvember) komu þeir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri og Hólmkell Hreinsson Amtsbókavörður til okkar færandi hendi. Afhentu þeir safninu rúmlega 40 bækur að viðstöddum 8.bekk.