Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Siljan – sigurvegarar í Glerárskóla

DSCN6455Jón Páll Norðfjörð (10.FP) og Adam Ingi Viðarsson (7.SH) tóku þátt í myndbandasamkeppninni Siljunni sem haldin er á vegum Barnabókaseturs. Myndböndin áttu að fjalla um eða tengjast íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árunum 2012 – 2014.
Það er skemmst frá því að segja að strákarnir gerðu frábært myndband um Brosbókina eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og það skilaði þeim sigri í keppninni. Þeir fá verðlaunafé í eigin vasa og skólabókasafnið fær 100 þúsund króna bókagjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.
Við í Glerárskóla erum afar stolt af okkar mönnum og óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.