Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Samvinna Tónlistarskólans á Akureyri við Glerárskóla.

Annað árið í röð býður Tónlistarskólinn á Akureyri upp á Söngvaflóð í samvinnu við grunnskólana á Akureyri. Söngvaflóð er fyrir 1. -8. bekk og kemur tónlistarkennari í skólann einu sinni í viku. Þá hefst samsöngur nemenda en einn til tveir árgangar sækja Söngvaflóðið saman og fer kennslan fram í matsal. Kennarar fylgja síðan söngnum eftir inn í bekk þar sem alla texta er hægt að nálgast á you-tube.

Forskóli tónilstarskólans er einu sinni í viku í skólanum. Hann er ætlaður börnum á yngsta stigi sem hafa áhuga á tónlist. Foreldrar þurfa að sækja um forskólann fyrir börn sín. Kennslan fer fram að loknum skóladegi í kennslustofu í skólanum.

Þá hefur Tónlistarskólinn auk annara aðila sem kenna tónlist aðgang að kennslurými á skólatíma. Nemendur eru teknir úr kennslustundum og fara í tónlistarnám á skólatíma. Þetta er gert með samþykki foreldra