Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Samræmdum prófum í níunda bekk aflýst

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur menntamálaráðherra ákveðið að aflýsa hefðbundnum samræmdum prófum í ensku og stærðfræði sem leggja átti fyrir nemendur í níunda bekk í næstu viku.

Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að þeir nemendur sem þess óska geti tekið könnunarpróf í þessum námsgreinum á tímabilinu 17. mars – 30. apríl nk. Ljóst er að ekki verður boðið upp á könnunarpróf í Glerárskóla fyrr en eftir páska því árshátíð skólans er framundan með töluverðri undirbúningsvinnu nemenda.

Upplýst verður um prófdaga þegar þeir liggja endanlega fyrir.