Menntamálastofnun hefur ákveðið að fresta og breyta fyrirkomulagi samræmdra prófa hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku.
Próftaka hefst mánudaginn 15. mars. Frá þeim degi hafa grunnskólar landsins tvær vikur til að leggja prófin fyrir nemendur sína.
Nánari útfærsla samræmdu prófanna í Glerárskóla verður kynnt nemendum og forráðamönnum þeirra þegar hún liggur fyrir.