Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Samræmd próf í Glerárskóla 15., 16. og 17. mars

Eins tilkynnt var í gær voru samræmdu prófin sem vera áttu í dag og á morgun slegin af vegna tæknilegra örðugleika. Skólanum var gefinn kostur á að leggja þau fyrir á tímabilinu 15. – 26. mars n.k.

Glerárskóli hefur ákveðið að halda prófin eftirfarandi daga:

Mánudagur 15. mars – Stærðfræði
Þriðjudagur 16. mars – Enska
Miðvikudagur 17. mars – Íslenska – valfrjálst

Nemendur í Glerárskóla fá að velja um það hvort þeir taka íslenskuprófið en þeir verða að láta vita í skólanum á morgun, fimmtudaginn 10. mars, hvort þeir ætla að taka prófið aftur. Koma verður þeim upplýsingum til umsjónarkennara strax í fyrramálið.

Prófin verða lögð fyrir á sama hátt og gert var ráð fyrir í þessari viku þannig að nemendur mæta kl. 8:15 í skólann og prófið hefst kl. 8:30. Hefðbundin kennsla hefst síðan kl. 11:25.

Fimmtudag og föstudag í næstu viku munu nemendur í 9. bekk nýta í æfingar á árshátíðaratriði sínu þar sem árshátíð Glerárskóla verður haldin dagana 24. og 25. mars næstkomandi.