Það er mjög mikilvægt að átta sig á samhengi hlutanna. Eins og til dæmis með vatnið sem fellur á jörðina sem regn sem síðan rennur til sjávar. Þar gufar það upp, myndar ský og þéttist skýjunum og fellur niður sem svalandi regn sem er ósköp gott fyrir gróðurinn og lífsnauðsynlegt fyrir okkur öll.
Nemendur Glerárskóla vinna meðal annars að því að kynna sér margslungin og flókin lögmál náttúrunnar eins og víða má sjá á göngum skólans.