Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Sæl með þriðja sætið

Unglingarnir í Glerárskóla stóðu sig afar vel á miðvikudagskvöldið þegar þeir kepptu í hæfileikakeppninni Fiðringi og lentu í þriðja sæti!

Alls tóku tíu skólar af Norðurlandi þátt í keppninni. Krakkarnir sömdu atriði sitt og útfærðu það, sáu um búninga förðun og annað sem þarf til að skapa fullkomið sviðslistaverk. Atriðið sem nemendur úr Glerárskóla voru með heitir „Heppin“ og fjallar um það jákvæða við að búa á Íslandi. Í hópnum voru 28 nemendur og greinilegt að mikill áhugi er á sviðslistum hjá krökkunum.

Þetta var í þriðja skiptið sem Fiðringur var haldinn. Borgarhólsskóli á Húsavík hafnaði í fyrsta sæti og Oddeyrarskóli í öðru sæti.

Hér er mynd af hluta hópsins sem vann að atriði Glerárskóla.