Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Ruslatínsla og leikir í góða veðrinu

Krakkarnir í öðrum bekk tóku ekki annað í mál en fara út og tína rusl á skólalóðinni í morgun eftir að þau höfðu lesið bókina um Rusladrekann og þau fengu aldeilis veðurblíðuna.

Á sama löbbuðu nemendur þriðja bekkjar upp á leiksvæðið ofan við háskólann. Þar fóru þau í margvíslega leiki klifruðu upp hjólabrettarampana. Þar bar það helst til tíðinda að skuggalegur hrafn neytti færis og hnuplaði samloku frá einum nemandanum og flaug með hana á brott. Krakkarnir eru vissir um að þetta hafi verði hrafninn sem býr með fjölskyldu sinni í Glerárgilinu.