Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Rósaball og „Bleikur föstudagur“

Það er töluvert um að vera hjá nemendum í vikunni. Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 13. október er árlegt Rósaball skólans.

Fyrir ballið heimsækja nemendur í 10. bekk, nemendur í 8. bekk og færa hverjum og einum þeirra rós, bjóða þá formlega velkomna á unglingastig Glerárskóla.  Ballið er eingöngu fyrir nemendur í 8. til 10. bekk.

Rósaballið hefst kl. 20:30  Aðgangseyrir er kr. 1.000 og nemendur annarra grunnskóla bæjarins eru hjartanlega velkomnir. D.J. sér um fjörið og sjoppan verður opin. Ballinu lýkur klukkan 23:30.

Á „Bleika föstudeginum,“ þann 14. október eru nemendur og starfsfólk beðið um að sýna lit, bera bleiku slaufuna og klæðast bleiku svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Nemendur munu ganga í bekki og hvetja samnemendur og starfsfólk til að mæta í bleikri flík þennan dag.

Á hægri væng heimasíðu skólans er kominn hnappur sem vísar á viðburði á vegum nemendafélags skólans. Þar má fylgjast með því sem er á döfinni og fá upplýsingar um viðburðina, s.s. miðaverð og hverjum þeir eru ætlaðir.