Það heyrðist hvorki hósti né stunda í matsal Glerárskóla í morgun þegar skáldin og rithöfundarnir Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir komu í heimsókn og spjölluðu við krakkana á miðstigi.
Þau Bergrún Íris og Gunnar Theodór skrifa vinsælar bækur, oft um erfiða hluti. Í bókum Gunnars má finna hrörálfa og steinskrímsli, þar deyja bæði menn og dýr og stundum verður meira að segja heimsendir! Bækur Bergrúnar taka á einelti, heimilisofbeldi, ástarsorg og börnum er jafnvel rænt! Höfundarnir spurðu meðal annars um hvort það megi skrifa barnabækur um hvað sem er og hvort alltaf þurfi að vera vondur karl í bókum?
Krakkarnir fylgdust með athygli með fyrirlestri þeirra og ekki síður upplestrinum sem var mjög spennandi. Í lok heimsóknarinnar gafst krökkunum tækifæri til að spyrja rithöfundana bækur og störf rithöfunda. Ekki stóð á spurningum og umræðan hefði sómt sér vel í hvaða bókmenntaþætti sem er.