Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Ravenclaw bar sigur úr býtum

Árlegum Harry Potter þemadögum lauk nú laust eftir hádegi með verðlaunaafhendingu þar sem fyrirliðar Ravenclaw fengu farandbikarinn glæsilega til varðveislu næsta árið.
Leikarnir gengu afar vel. Nemendur unnu saman að margvíslegum verkefnum og söfnuðu með því stigum fyrir heimavistina sína, rétt eins og í Hogwarts skóla galdra og seiða.
Flestir nemendur voru klæddir í liti vistarinnar sinnar og starfsfólk var í búningum í anda þemadaganna.
Gaman var að fylgjast með samvinnu nemenda og óneitanlega voru nemendur í fyrsta bekk margir hverjir smeykir við setningu þemadagana en það var fljótt að rjátlast af þeim og flest þeirra eiga nú góða vini á öllum aldri sem þeir eiga eftir að vinna með á næstu Harry Potter dögum.