Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Plastlaus október

Nýhafinn október er plastlaus mánuður hjá okkur í Glerárskóla. Þetta er að tillögu öflugrar umhverfisnefndar skólans sem nemendur skipa.
 
Með átakinu er verið að spyrna gegn notkun á einnota plastumbúðum. Nemendur mega koma með nesti í margnota plastboxum og nota drykkjarbrúsa úr margnota plasti. Einnota plastpokar eru ekki vel séðir né filmuplast utan um samlokur eða annað nesti.
 
Umhverfisnefndin hefur boðað umbúðalausa viku í næsta mánuði og segum við betur frá henni þegar nær dregur.