Gjaldkeri Foreldrafélags Glerárskóla kom færandi hendi í dag, sama dag og fyrsti jólasveinninn, með peningagjöf til safnsins sem fer væntanlega í bókakaup, nemendum og öðrum til gagns og gamans. Á myndinni eru Helga Halldórsdóttir skólastýra, Vilborg Hreinsdóttir gjaldkeri foreldrafélagsins og Helga K Thorarensen forstöðukona bókasafns.