Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Pattaralegur eftir sumarið

Nú er frostið aðeins farið að bíta í okkur eftir gott sumar. Vonandi eigum við öll góðar sumarminningar til að orna okkur við þegar kuldaboli sýnir klærnar.
Í það minnsta hefur þessi þröstur haft það gott miðað við hvað hann er pattaralegur eftir sumar. Hvorki hann né félagar hans láta leik barnanna á skólalóðinni raska ró sinni. Þeir sitja á runnunum við skólabygginguna með heimspekilegar vangaveltur meðan þeir tína í sig síðustu ber runnanna.