Nú er frostið aðeins farið að bíta í okkur eftir gott sumar. Vonandi eigum við öll góðar sumarminningar til að orna okkur við þegar kuldaboli sýnir klærnar.
Í það minnsta hefur þessi þröstur haft það gott miðað við hvað hann er pattaralegur eftir sumar. Hvorki hann né félagar hans láta leik barnanna á skólalóðinni raska ró sinni. Þeir sitja á runnunum við skólabygginguna með heimspekilegar vangaveltur meðan þeir tína í sig síðustu ber runnanna.


