Nú í vikunni var haldin brunaæfing í Glerárskóla. Að þessu sinni var æfingin óundirbúin, þ.e. einungis stjórnendur og öryggisnefnd skólans vissu af henni.
Vel gekk að rýma skólann. Kennarar og annað starfsfólks skólans brást við samkvæmt áætlun og nemendur gengu hratt en fumlaust út úr skólabyggingunni.
Að þessu sinni var safnast saman á nýjum körfuboltavelli á skólalóðinni. Þar mynduðu allir bekkir raðir og kennarar gáfu til kynna með því að halda uppi grænu spjaldi að allir væru komnir út, heilu á höldnu.
Brunaæfingar eru haldnar reglulega í Glerárskóla og þær eru mikilvægur þáttur í því að tryggja öryggi okkar og æfa réttu viðbrögðin.