Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Örlitlar breytingar í næstu viku

Nú er viku eitt, í hertum aðgerðum gegn Covid19, að ljúka og í Glerárskóla hefur gengið vel. Næsta vika verður svipuð með örlitlum breytingum sem taldar verða upp hér á eftir.

Við viljum þó byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf, auðsýndan velvilja og samhug í okkar garð, skilning og umburðarlyndi.

Allir eru að gera sitt besta til að skólastarfið gangi eins eðlilega og hægt er og gott að vita af góðu baklandi.

Breytingar í næstu viku verða eftirfarandi:

8. – 10. bekkur: Áfram verður fjarkennsla en nú þurfa nemendur að ,,mæta“ í tíma þannig að þeir eru í mynd á skjánum með kennurum og taka fjartíma. Einnig fá nemendur skipulagða íþrótta/hreyfingartíma sem þeir þurfa að sinna og skila inn staðfestingu til kennara. Allar nánari upplýsingar koma frá kennurum.

5. – 7. bekkur: Óbreytt fyrirkomulag en nemendur fá fleiri íþrótta/hreyfingartíma.

1.- 4. bekkur: Óbreytt fyrirkomulag

Við höldum 2 metra reglunni, notum andlitsgrímur (frá 5. bekk), þvoum og sprittum hendur og hvetjum til þess að umgengni sé haldið við sína nánustu.

Í framhaldinu munum við fylgjast vel með því sem gerist í kringum okkur og ef þörf er talin á fleiri breytingum verður brugðist við. Að sjálfsögðu verða allir látnir vita enda setjum við metnað í að upplýsa alla eins og kostur er.

Við vonum að allir nái að njóta helgarinnar í nærumhverfinu og nýta veðrið á meðan það helst gott.

,,Saman stöndum við, náum árangri og gleðjumst.“

Kær kveðja frá stjórnendum Glerárskóla, Eyrúnu, Helgu og Tómasi Lárusi.