Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Opið hús vegna skólavals nemenda í 1. bekk haustið 2016

Foreldrum barna sem eru að hefja nám í 1. bekk grunnskóla stendur  til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara í samræmi við skólastefnu og fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.glerarskoli

Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfsemi skólanna vel og hvað þeir hafa upp á að bjóða. Af því tilefni bjóða grunnskólarnir upp á „opið hús“ í febrúarmánuði og eru foreldrar hvattir til að nýta sér það.
Í Glerárskóla verður opið hús fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 9-11.
Þá geta foreldrar kíkt í heimsókn til okkar og kynnt sér skólastarfið, allir eru velkomnir hvort sem þeir eru búnir að skrá börnin sín í skólann eða ekki. Einnig eru forráðamenn nemenda sem eru að koma nýir í skólann í aðra bekki hjartanlega velkomnir.

Hér er stutt kynning á helstu áherslum okkar í Glerárskóla.

Nú stendur yfir innritun í grunnskólana og foreldrar geta kynnt sér það frekar á heimasíðu  skóladeildar Akureyrarbæjar