Foreldrum barna sem hefja nám í grunnskólum í haust býðst að fara í heimsókn til að skoða skólana. Í Glerárskóla munu nemendur í 7. bekkjum taka á móti tilvonandi 1. bekkingum ásamt forráðamönnum og sýna þeim skólann og gefa upplýsingar á milli kl. 10 og 11 á morgun miðvikudag. Vonumst til að sjá sem flesta.