Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Það var ögn þungbúið í morgun en logn og ljómandi góður lofthiti. Það var sem sagt ákjósanlegt hlaupaveður þegar nemendur í Glerárskóla sprettu af stað sem þátttakendur í Olympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið, sem áður hét Norræna Skólahlaupið, er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Það var fyrst haldið árið 1984.

Krakkarnir hlupu Skarðshlíðarhringinn af krafti; upp Höfðahlíðina, Skarðshlíðina og göngustíginn upp með Glerá sem endar í nokkuð krefjandi brekku fyrir stuttan endasprett.

Hér má sjá myndir af krökkunum og sigurvegurunum á hverju aldursstigi.