Vikan sem nú er nýhafin er ansi óhefðbundin en verður vonandi mjög skemmtileg.
Í dag, sjálfan bolludaginn, er hefðbundinn skóladagur hjá okkur. Á morgun, þriðjudaginn 4. mars, lýkur skólastarfi klukkan 12:00. Stuðningsfulltrúar fylgja nemendum í Frístund milli 12:00 og 13:15 en 3. og 4. bekkur verður með stuðningsfulltrúum í sínum stofum á þeim tíma. Kl. 13:15 tekur starfsfólk Frístundar við boltanum.
Miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn, 5.-7. mars, er vetrarfrí og því enginn skóli. Frístund er hins vegar opin frá 13:00-16:15 fimmtudag og föstudag.