Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

…og hvað ætlar þú svo að verða?

Alla okkar æfi stöndum við frammi fyrir því að velja og hafna og á okkur dynja spurningar sem við þurfum að svara, spurningar sem oftar en ekki snúast um framtíðina. Ein sú stærsta sem unglingar standa frammi fyrir kristallast í tilvistarkreppunni sem skáldið setti svona hugvitsamlega saman í söngtexta:

Hvað ætlar þú að verða væni?
voða ertu orðin stór,
allir spyrja einum rómi,
eilíft hljómar þessi kór.
Almáttugur en sú mæða
ég get ekki svarað því…

Rétt eins og flestir jafnaldrar sínir, eru nemendur í 10. bekk farnir að pæla í framtíðinni og öllum þeim möguleikum sem lífið hefur upp á að bjóða. Til að auðvelda þeim að feta réttu slóðina fá þau kynningar um sitthvað sem þeim stendur til boða. Í gær skoðuðu þau ýmislegt sem Verkmenntaskólinn bíður upp á.