Gærdagurinn byrjaði skemmtilega hjá mörgum nemendum í Glerárskóla. Þegar krakkarnir mættu í skólann tengdu kennararnir sig við fjarfundabúnað og vörpuðu Hlyni Þorsteinssyni leikari upp á skjáinn.
Hann sat í góðu yfirlæti suður í Reykjavík með nýjustu bók David Walliams í fanginu. Hann kynnti bókina og helstu persónur hennar. Síðan hóf hann líflegan lestur sem hitti í mark. Krakkarnir hlustuðu af athygli og nutu greinilega hverrar stundar. ´
Það er mikil kúnst að kunna að sitja, hlusta, njóta og upplifa sögu. Það virðast krakkarnir í Glerárskóla kunna. Í það minnsta þótti upplesaranum ástæða til þess að senda okkur eftirfarandi skilaboð eftir lesturinn:
Þetta var frábært. Gaman að sjá hvað krakkarnir hlustuðu vel. Við sjáumst brakandi ferskir með nýja bók á næsta ári.
Kær kveðja
Hlynur Þ.
Þetta var frábært. Gaman að sjá hvað krakkarnir hlustuðu vel. Við sjáumst brakandi ferskir með nýja bók á næsta ári.
Kær kveðja
Hlynur Þ.