Facebook síða Glerárskóla
|
Nýsteiktar kleinur og óskilamunir Skrifað 03. 02 2025
 Á viðtalsdögunum á morgun og miðvikudaginn, 4. og 5. febrúar, verða nemendur í 10. bekk með kleinusölu til styrktar ferðalagi 10. bekkjar í vor.
Í boði er kleinupoki sem kostar 1500 kr. en einnig verður hægt að kaupa kaffi og/eða djús með kleinunum og þá kosta herlegheitin 2000 kr. Hægt verður að setjast niður og gæða sér á kleinunum hjá okkur. Unnt verður að greiða bæði með korti og peningum.
Á tengigangi skólans verður óskilamunum stillt upp og ef einhver saknar einhvers, þá er tilvalið að fara í gegnum óskilamunina og sjá hvað þar leynist.

|