Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nýsteiktar kleinur og óskilamunir

Á viðtalsdögunum á morgun og miðvikudaginn, 4. og 5. febrúar, verða nemendur í 10. bekk með kleinusölu til styrktar ferðalagi 10. bekkjar í vor.
Í boði er kleinupoki sem kostar 1500 kr. en einnig verður hægt að kaupa kaffi og/eða djús með kleinunum og þá kosta herlegheitin 2000 kr. Hægt verður að setjast niður og gæða sér á kleinunum hjá okkur. Unnt verður að greiða bæði með korti og peningum.
Á tengigangi skólans verður óskilamunum stillt upp og ef einhver saknar einhvers, þá er tilvalið að fara í gegnum óskilamunina og sjá hvað þar leynist.