Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nú verður lesið upphátt!

Nemendur sjöunda bekkjar mættu í matsalinn í morgun klukkan níu til þess að meðtaka andlega næringu og njóta upplesturs skólasystur sinnar, Tinnu Evudóttur úr áttunda bekk. Tilefnið var formlegt upphaf Stóru upplestrarkeppninnar og þar með hefjast upplestraræfingar nemenda í sjöundabekk. Eftir rúman mánuð verða, valdir þeir fulltrúar Glerárskóla sem taka þátt í lokakeppninni hér á Akureyri.

Við setninguna ræddi Eyrún Skúladóttir skólastjóri um mikilvægi lestrar fyrir lífið sem bíður þeirra og hvatti hún krakkana til mikilla dáða. Það verður gaman að fylgjast með upplestraræfingunum næstu vikurnar.