Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nú styttist í Fiðring – Hæfileikakeppni grunnskólanna

Þann 7. maí kl 20 fer Fiðringur á Norðurlandi fram í fjórða sinn í HOFI. Þetta er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi og í ár keppa 10 skólar til úrslita í HOFI.
Glerárskóli á lið í keppninni í ár og mega nemendur í 7. 8. 9. og 10. bekk kaupa miða á viðburðinn. Það er takmarkaður miðafjöldi því nemendur frá öllum skólunum  þurfa að komast fyrir í neðri hluta salarins.  Efri hluti salarins fer í almenna sölu 1. maí þar sem aðstandendur og etv fleiri nemendur geta keypt sér miða.
Glerárskóli fær 23 nemenda miða. Hér gildir því fyrstur kemur, fyrstur fær.  Miðaverð er 1500 krónur og hér er hlekkur á tix fyrir Glerárskóla. Við vonumst til þess að samnemendur mæti og styðji sína félaga.
Í dómarahléi mun Daniil koma og skemmta áhorfendum þar sem krakkarnir kusu  lagið hans Hjörtu sem Fiðringslagið 2025.  RÚV mætir á svæðið og tekur upp atriðin fyrir ungruv.is