Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nú göngum við í skólann

Það var frábært gönguveður í morgun þegar átakið „Göngum í skólann“ hófst. Þátttaka nemenda er yfirleitt afar góð meðan átakið stendur yfir enda hátt hlutfall nemenda sem ýmist gengur í skólann á degi hverjum eða hjólar meðan jörð er auð.


Átakið stendur fram í miðja næstu viku. Við vonum að forráðamenn nemenda hjálpi við átakið með því að hvetja krakkana til þess að ganga í skólann eða hjóla enda er hreyfing að morgni ávísun á góðan dag.