Það er ansi dimmt á morgnanna þegar litlu fæturnir trítla í skólann. Snjóleysið og vætan gera það að verkum að skammdegið er allt að því svartara en svart.
Við viljum því árétta mikilvægi þess að börnin séu eins sýnileg og kostur er. Allir ættu að vera með endurskinsmerki og hjólin vel búin ljósum. Svo brýnum við fyrir börnunum að þau sýni aðgát og fari eftir umferðarreglunum.