Hann er svalur í dag. Frostið er hátt í 8°. Það var líka strekkingur og ef tekið er tillit til vindkælingar þá telst frostið vera einar 17°. Við þessar aðstæður þótti ekki rétt að senda nemendur út í frímínútur. Krakkarnir voru því inni í stofum sínum þar sem kennararnir buðu upp á skemmtilegt bíó.
Spáð er hörkugaddi út vikuna.