Sífellt fleiri nemendur koma á hjóli í skólann þessa dagana, eins og viðbúið er á þessum árstíma. Þá er gott að forráðamenn fari yfir reglur Glerárskóla um notkun reiðhjóla, hjólabretta, hlaupahjóla og línuskauta á skólalóðinni sem finna má hér.
Notkun rafknúinna hlaupahjóla hefur aukist að undanförnu og hér má finna leiðbeiningar Samgöngustofu um notkun þeirra.
Þegar komið er á farartæki á hjólum í skólann á að geyma það læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur, ekki við inngang skólans eða grindverk eins og raunin er á meðfylgjandi mynd. Rafknúnum tækjum skal leggja á merktu bílastæði.