Nemendur Glerárskóla reimuðu á sig hlaupaskóna í morgun. Reyndar þurfti að hjálpa sumum þeim yngstu með slaufuna, eins og gengur og gerist. En allir komust að ráslínunni og þustu síðan af stað þegar íþróttakennararnir gáfu þeim merki. Nemendur skólans tóku nefnilega þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í morgun og hlupu hátt í þriggja kílómetra langan hring.
Ekki er tekinn tími af hlaupurunum en þrír þeir sneggstu af báðum kynjum á aldursstigunum þremur fengu verðlaunapening um hálsinn; gull, silfur eða brons. Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Það var fyrst haldið árið 1984, þá og lengi vel undir heitinu Norræna skólahlaupið.
Hér má sjá myndir af glöðum hlaupandi krökkum í morgun.