Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og ekki síst börn sem eru sérlega viðkvæm fyrir sólargeislum Skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.
Á Íslandi þarf að huga að sólarvörnum frá apríl fram í september, sér í lagi í júní og júlí milli klukkan 10 og 16. Þetta er tíminn sem mörg börn eru á sumarnámskeiðum eða öðru tómstundastarfi og því mikilvægt að þar sé gætt vel að sólarvörnum í samvinnu við foreldra.
Hér má finna upplýsingar um sólvarnir barna á þremur tungumálum:
Polski
English
Íslenska