Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nemendur funda með bæjarfulltrúum

Nemendur Glerárskóla fengu góða gesti í dag, á alþjóðadegi barna. Hingað komu bæjarfulltrúar sem settust niður með nemendum og buðu þeim til samræðna um hvaðeina sem krakkarnir vildu ræða.


Bæjarfulltrúarnir tóku á móti fulltrúum nemenda frá öðrum bekk upp í þann tíunda og voru þeir með umræðupunkta og spurningar frá hverjum árgangi fyrir sig. Hver árgangur fékk úthlutað ákveðnum tíma með gestunum og ávallt sköpuðust góðar og málefnalegar umræður.

Umhverfismál voru krökkunum hugleikin, einnig margt sem viðkemur afþreyingu og skólamálum. Þar bar hæst umræða um tölvumál og mikilvægi þess að hver nemandi fái úthlutað tölvu til að nota í skólastarfinu.
Skipulagsmál báru á góma og greinilegt var að krökkunum er ekki sama um sitt næsta nágrenni. Á það bæði við um skólalóðina og hverfið í heild. Umferðamannvirki og öryggismál voru rædd og krakkarnir lögðu fram tillögur um sitthvað sem laga má. Ýmislegt fleira var rætt með málefnalegum hætti sem varðar krakkana, líf þeirra og störf.

Bæjarfulltrúarnir útskýrðu fyrir hópunum hlutverk bæjarins og hvaða fellur undir málefni Akureyrarbæjar og hvað ekki. Skrifuð var fundargerð þar sem tillögur allra árganganna voru skilmerkilega skráðar niður. Bæjarfulltrúarnir munu í framhaldinu vinna með tillögur nemendanna og senda skólanum svar þar sem greint verður frá því hvernig bærinn bregst við tillögum þeirra.