Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nemendur á móti starfmönnum

Í hádeginu í dag fór fram æsispennandi körfuboltaleikur þar sem vaskir íþróttamenn úr tíunda bekk skoruðu á starfsmenn skólans. Leikurinn var bráðskemmtilegur og spennandi. Nokkrir leikmenn beggja liða áttu stjörnuleik og sýndu tilþrif sem tekið var eftir og talað verður um fram eftir degi.

Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en að lokum fór svo að annað liðið vann. Nemendur halda því fram að það hafi verið vegna þess að dómari leiksins hafi komið úr hópi starfsmanna. Um það eru ekki allir sammála.