Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Nemandi Glerárskóla hannaði merki fyrir Erasmus+ verkefni

Glerárskóli hefur verið virkur þátttakandi í Erasmus+,  styrkjaáætlun ESB fyrir mennta- æskulýðs- og íþróttamál, undanfarin ár. Þátttakan hefur aukið víðsýni nemenda og kennara skólans enda heilmikið nám fólgið í því að kynnast áherslum, skoðunum og vinnulagi kennara og nemenda í öðrum löndum.

Um þessar mundir er Glerárskóli aðili að þremur Erasmus+ verkefnum. Það nýjasta tengist lofslagsmálum og heitir „Be a Shield Around the World“. Auk Íslands eru skólar frá Danmörku, Austurríki, Rúmeníu, Ítalíu og Grikklandi aðilar að því. Efnt var til keppni meðal þátttökuþjóðanna um merki verkefnisins. Emma Ósk Baldursdóttir nemandi í Glerárskóla teiknaði merkið sem þótti lýsa verkefninu best og það hefur nú verið valið merki verkefnisins og verður notað af öllum þátttökuþjóðunum. (Með því að smella á myndina má sjá stærri útgáfu merkisins)

Verkefnið verður unnið samhliða í grunnskólum allra ofangreindra landa, auk þess sem nemendur og kennarar fara í fimm daga vinnuferðir til grunnskóla í öðrum þátttökulöndum. Þannig mun Glerárskóli taka á móti erlendum nemendum sem vinna hér með nemendum okkar og nemendum skólans verður gefinn kostur á að sækja um að fara utan og vinna þar að loftlagsverkefninu með jafnöldrum sínum.