Krakkarnir í sjöunda bekk voru sérlega áhugasöm í morgun þegar þau skoðuðu afrakstur „veiðitúrsins“ í Hundatjörn um daginn en þangað fóru þau vopnuð háfum og veiddu margvísleg smádýr. Sum þeirra voru varla greinanleg með berum augum.
Í morgun voru þau með kennslubækurnar opnar og greiningarlykil. Dýrin voru sett í skálar og hlutverk krakkana var að skoða þau gaumgæfilega með víðsjá, skoða helstu einkenni þeirra og reyna að átta sig á um hvaða dýr er að ræða. Eina víðsjána var hægt að tengja við tölvu og sjá þar hvernig örsmá og vart sýnileg smádýrin syntu um og hreyfðu sig.
Þetta þótti sérlega skemmtilegt og hver veit nema einhver þessara nemenda endi sem náttúrufræðingur!