Eftir áhlaupið fyrri hluta desember lagðist ljósum prýdda tréð okkar flatt og önnur tré urðu ansi niðurlút, slíkur var þungi snævarins. Þetta sést vel á myndum við birtum 12. desember.
Síðustu daga hafa trén tekið vel við sér og ef fer sem horfir munu þau vera teinrétt og bísperrt þegar vorar.