Það var virkilega kósí stemning í Glerárskóla í dag og margir ansi frjálslega klæddir, rétt eins og þeir hafi brugðið sér fram úr rúminu, farið í yfirhöfn og í skólann. Það er nefnilega náttfatadagur þar sem náttföt og kósígallar eru aðal málið.
Og fyrst rætt er um mál. Í dag er Alþjóðadagur móðurmála og í Glerárskóla eru margir nemendur tví- eða fjöltyngdir. Í skólanum má finna nemendur sem tala eða skilja hvorki meira né minna en 15 mismunandi tungumál að íslensku meðtalinni.