Það getur verið ansi notalegt og kósí að vera á náttfötunum og þannig var dagurinn hjá okkur í Glerárskóla. Hér gengu flestir um á náttfötunum og stemningin var róleg og andrúmsloftið notalegt. Einhverjir höfðu orð á því að það hafi verið fínt að þurfa bara að bursta í sér tennurnar í morgun og skella sér í úlpuna áður en farið var í skólann.


