Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Námskeið í jákvæðum aga – Skráning til 20. febrúar.

Í starfi okkar í Glerárskóla leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (e. Positive Discipline). Nú bjóðum við forráðamönnum nemenda í 1. – 4. bekk skólans á námskeið til að kynnast Jákvæðum aga og kenningunum sem aðferðin byggist á.

Námskeiðið verður dagana 20. og 27. febrúar milli klukkan 17:00 og 19:00 í stofu D1/D3.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Aníta Jónsdóttir en hún hefur haldið fjölda námskeiða um Jákvæðan aga. Við hvetjum alla til að skrá sig á námskeiðið sem við getum nú loksins haldið eftir nokkurra ára hlé.

Unnt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Lokafrestur til skráningar á námskeiðið hefur verið færður fram  á hádegi mánudagsins 20. febrúar.

Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.