Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Námskeið í Jákvæðum aga

Þar sem ekki tókst að fá nógu marga þátttakendur til að hægt væri að halda námskeið fyrir forráðamenn í Jákvæðum aga sem hefjast átti síðastliðinn mánudag, gerum við aðra tilraun og bjóðum nú öllum forráðamönnum skólans að skrá sig. Jákvæður agi (e. Positive Discipline) er sú uppeldisstefna sem við leggjum til grundvallar í starfi okkar í Glerárskóla.

Námskeiðið er tvo daga, mánudaginn 27. febrúar og mánudaginn 6. mars frá klukkan 17:00 til 19:00.

Námskeiðið verður haldið í stofu D1/D3 og gengið er inn um anddyri íþróttahúss.

Leiðbeinandi er Aníta Jónsdóttir en hún hefur margra ára reynslu í Jákvæðum aga.

Ef þeir sem hafa skráð sig sjá sér ekki fært að mæta þegar á reynir, eru þeir vinsamlega beðnir að láta vita í síma skólans (461-2666). Þeir sem þegar eru skráðir á námskeiðið þurfa ekki að skrá sig aftur.

Athugið að skráningarfrestur er til hádegis á námskeiðsdeginum, 27. febrúar komandi og unnt er að skrá sig hér.