Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til fimmtudags en frá 07:45 til 14:00 á föstudögum.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00.

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Morgunganga og söngsalur

Fátt hressir meira en að ganga í skólann á fallegum haustmorgni, jafnvel þótt hitastigið sé rétt undir frostmarki eins og í morgun. Eftir hressandi göngu er dásamlegt að bresta í söng, enda léttir söngurinn andann og bætir geð. Það er nefnilega ekki hægt að syngja og vera fúll um leið.

Glerárskóli tekur nú þátt í átakinu Gengið í skólann. Átakið stendur yfir í tvær vikur og eru nemendur og starfsfólk hvatt til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Góð þátttaka í átakinu.

Ivan Mendez kom í heimsókn til okkar í morgun og stjórnaði söngsal í íþróttahúsinu þar sem el var tekið undir. Sungin voru fjögur lög sem nemendur í fyrsta bekk völdu.