Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga 10:00-12:00

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Milljarður rís

Nemendur í níunda bekk Glerárskóla tóku þátt í viðburðinum „Milljarður rís“ í menningarhúsinu Hofi í hádeginu í dag. Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi.

Það er gaman að dansa og skemmta sér. Það er ekki verra ef skemmtunin fær fólk til þess að hugsa um hluti sem skipta máli!