Ævar Þór rithöfundur kíkti í heimsókn til okkar á föstudaginn og hitti nemendur á miðstigi og fjórða bekk.
Krökkunum fannst afskaplega spennandi að hitta rithöfundinn og þau sátu stillt og prúð undir fræðslu og upplestri skáldsins þar sem Skólastjórinn, nýjasta bókin hans var í öndvegi en hún fjallar um 12 ára gamlan strák sem varð skólastjóri í grunnskólanum sínum!
Í lokin var boðið upp á spurningar og þá komu margar hendur á loft og spurningum rigndi yfir Ævar sem svaraði með bros á vör.


