Glerárskóli

Sími: 461 2666
Skrifstofan er opin virka daga á starfstíma skólans
frá 07:45 til 15:00, frá mánudegi til miðvikudags, frá 07:45 til 14:30 á fimmtudögum og á föstudögum til klukkan 14:00.
Í fríum nemenda er skrifstofan opin virka daga frá 10:00 til 12:00..

Skóladagatal

Facebook síða Glerárskóla

Mikil stemning hjá Ævari Þór

Ævar Þór rithöfundur kíkti í heimsókn til okkar á föstudaginn og hitti nemendur á miðstigi og fjórða bekk.

Krökkunum fannst afskaplega spennandi að hitta rithöfundinn og þau sátu stillt og prúð undir fræðslu og upplestri skáldsins þar sem Skólastjórinn, nýjasta bókin hans var í öndvegi en hún fjallar um 12 ára gamlan strák sem varð skólastjóri í grunnskólanum sínum!

Í lokin var boðið upp á spurningar og þá komu margar hendur á loft og spurningum rigndi yfir Ævar sem svaraði með bros á vör.